GSK.is - sérvefir Loftfélagið - Áhugafólk um öndun


Um Loftfélagið

Handbók

Úrlestur og dæmi

Fræðsluefni og upplýsingar

Kynningarmyndskeið

Um Loftfélagið

Loftfélagið, áhugafólk um öndun, er nafn á samstarfsverkefni vinnuhóps á vegum Landlæknisembættisins, Tóbaksvarnarnefndar og GlaxoSmithKline. Auk þess koma að félaginu Félag lungnalækna, heilsugæslulæknar og Félag lungnahjúkrunarfræðinga.

Loftfélagið sem var stofnað 3. október 2001 er ekki félag í formlegum skilningi þess orðs heldur samstarfsvettvangur fyrir þá fjöldamörgu aðila heilbrigðiskerfisins sem starfa á sviði lungnasjúkdóma.

Tíðni lungnasjúkdóma hefur farið vaxandi hér á landi á undanförnum árum, einkum langvinnrar lungnateppu og var verkefni vinnuhópsins meðal annars að bregðast við þeim vanda. Ein helsta forsenda fyrir að snúa megi þessari óheillavænlegu þróun við er aukið samstarf innan heilbrigðiskerfisins á sviði lungnasjúkdóma, bæði hvað varðar greiningu, lungnamælingar, fræðslu og upplýsingamiðlun.

Helstu markmið Loftfélagsins eru eftirfarandi:

  1. Endurnýjun á tækjakosti heilsugæslunnar til lungnamælinga.
  2. Að lungnamælingar verði að föstum lið í heilsugæslu.
  3. Útgáfa fræðsluefnis fyrir heilbrigðisstarfsfólk um lungnasjúkdóma.
  4. Að stuðla að því að lungnasjúkdómar greinist sem fyrst í sjúkdómsferlinu.
  5. Að efla tóbaksvarnir.
  6. Að styrkja öflun upplýsinga og rannsóknir á sviði lungnasjúkdóma.

GlaxoSmithKline Þverholti 14 Um persónuvernd | Almennir skilmálar | Um vörumerki